06/09/2012 01:34:52

Leiðin að hjarta gestsins

Ágætu samstarfsmenn,

 
Markaðsstofa Suðurlands, SAF, Ferðaþjónusta bænda og Gerum betur standa fyrir lifandi og skemmtilegum námskeiði um Leiðina að hjarta gestsins.
 
Dagur: 11.júní, kl. 13-17
Staður: Hótel Geysir
Skráninga á: gerumbetur@gerumbetur.is
Verð: kr. 14.900 ( Ath. Námskeið er niðurgreitt af Starfsafli, Landsmennt og Starfsmenntasjóði verslunar og skrifstofufólks)
Nánari upplýsingar veitir Margrét í síma: 899 8264
 
Margrét Reynisdóttir mun fjalla um móttöku gesta, samskipti við erfiða viðskiptavini, símaþjónustu, tölvupóst og menningarheima.
Örn Arnarson leikari sýnir, með eftirminnilegum hætti, hvernig starfsmenn og stjórnendur geta haft áhrif á ánægju gesta með því að velja sér rétt hlutverk. Markmið námskeiðanna er að fá skýrari sýn á hvernig hægt er að veita þjónustu umfram væntingar, meðhöndla erfiða viðskiptavini og þjóna sem best gestum frá mismunandi menningarheimum.
 
 
Nokkrar umsagnir þátttakenda frá síðasta ári:
Fyrir Hótel Rangá er frábært að hafa tök á því að senda starfsfólk okkar á þjónustunámskeið. Okkar vinna felst í því að veita viðskiptavinum okkar
frábæra þjónustu og teljum við að með því að senda starfsfólk okkar á þjónustunámskeið þá séum við að bæta þjónustuna okkar.
Við hvetjum alla sem hafa áhuga á að veita góða þjónustu að fara á námskeið hjá Gerum betur ehf.”
Friðrik Pálsson, Hótel Rangá
„Glimrandi gott! Gerði mikið fyrir okkur að byrja sumarið með námskeiðinu.” Eva á Hótel Laka
„Búin að hlægja fyrir lífið. Gaf manni kraft inní sumarið” Sibba á Eyvindará
„Frábærar upplýsingar…Byggir upp liðsheildina!” Kristín, Reykjavík City Hostel
 
 
Til baka