06/07/2012 11:01:39

Myndir úr sumarferð í Þórsmörk

Ágætu samstarfsmenn,
Markaðsstofa Suðurlands ásamt ferðaþjónustuaðilum í Húsadal og undir Eyjafjöllum buðu starfsmönnum upplýsinga- og bókunarmiðstöðva í sumarferð inní Þórsmörk. Er þetta í annað sinn sem svona ferð er farin. Um 35 þátttakendur komu í ferða frá upplýsingamiðstöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Ekið var af stað frá Reykjavík kl. 16.00 um Suðurland að Hamragörðum þar sem farið var úr rútu yfir í jeppa sem flutti hópinn inn í Þórsmörk. Í Þórsmörk var ekið inní Langadal þaðan var gengið yfir í Húsadal. Í Húsadal tók staðarhaldarinn á móti hópnum með allskyns hópeflis-leikjum. Eftir leikina var boðið í flottan kvöldmat.

Að loknum kvöldmat var blásið til heimferðar, komu ferðalangar heim til R.vik glaðir eftir góða ferð um Suðurland kl. 01.30. 


Þið sem hafið áhuga að sjá myndir af ferðinni vinsamlega farið inní myndabankann á þessari heimasíðu.

Til baka