06/04/2012 19:43:00

Sumarferð í Þórsmörk

Ágætu samstarfsaðilar,

 
Markaðsstofa Suðurlands og ferðaþjónustuaðilar við rætur Eyjafjallajökuls bjóða starfsmönnum í upplýsingamiðstöðvum og ferðaskrifstofum í sumarferð í Þórsmörk miðvikudaginn 6. júní nk.
 
Lagt verður af stað frá Reykjavík / BSÍ kl. 16.00  -  South Coast Adventure sjá um að flytja mannskapinn.
 
Keyrt verður frá Reykjavík um Suðurland inní Þórsmörk þar sem nýir rekstaraðilar í Húsadal taka á móti hópnum með veitingum og skemmtidagskrá.
 
Áætlaður komutími til Reykjavíkur er kl. 23.30
 
Vinsamlega skráið þátttöku sem fyrst og fyrir kl. 17.00 þriðjudaginn 5. júní nk. á netfang info@south.is eða í síma 483 5555
 
Sjáumst öll í sólskinsskapi á Suðurlandi
 
Til baka